Skip to main content

Skoða framtíðarnýtingu Faktorshúss á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. des 2021 09:18Uppfært 15. des 2021 09:20

Sérstakur starfshópur mun á næstu mánuðum fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun Faktorshúss  og gömlu kirkjunnar á Djúpavogi.

Þetta var samþykkt á fundi byggðaráðs Múlaþings en byggingarnar tvær eru með þeim allra merkilegustu á Djúpavogi og þótt víðar væri leitað.

Unnið hefur verið að endurbótum á hinu 173 ára gamla Faktorshúsi um tíma og er framkvæmdum utandyra að mestu lokið en nokkur vinna eftir innandyra. Heimastjórn Djúpavogs telur að ekki sé hægt að halda þeim framkvæmdum áfram án þess að vita til hvers húsið verður nýtt í framtíðinni. Hugmyndir heimamanna lúta að því að þar verði samvinnuhús þar sem einstaklingar eða fyrirtæki gætu haft aðstöðu.

Sömuleiðis þarf að kanna hvað gera skal við gömlu kirkjuna í bænum en endurbætur á henni standa yfir. Sjá margir fyrir sér einhvers konar menningartengda starfsemi innandyra þegar fram líða stundir og endurbótum er lokið.

Starfshópurinn hefur til loka apríl á næsta ári til að skila af sér tillögum.