Skólahald hefst í Eskifjarðarskóla í dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. jan 2022 09:26 • Uppfært 13. jan 2022 09:26
Skólahald hefst aftur í Eskifjarðarskóla í dag klukkan 10:00. Eins og kunnugt er af fréttum var skólanum lokað í gærdag vegna COVID smita.
Á vefsíðu Fjarðabyggðar segir að allir forráðamenn nemenda hafa nú fengið sms með sömu tilkynningu. Foreldrar eru minntir á að tilkynna fjarveru barna til skólans í síma 4709150 eða í gegnum Mentor.
Mynd: fjardabyggd.is