Skriðuvakt virkjuð á Seyðisfirði vegna úrkomu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. jan 2022 18:30 • Uppfært 05. jan 2022 18:30
Búið er að virkja skriðuvakt Veðurstofunnar á Seyðisfirði vegna úrkomu sem fylgir lægðinni sem nú herjar á landsmenn.
Á vefsíðu lögreglunnar á Austurlandi segir að kröpp lægð gengur upp með vesturstönd landsins á morgun fimmtudag 6. jan. Í nótt tekur að hvessa með SA-átt á Austfjörðum og svo að rigna snemma í fyrramálið á láglendi og upp í um 200 m hæð.
„Spár gera ráð fyrir að uppsöfnuð úrkoma geti orðið 60-100 mm á Austfjörðum og mest til fjalla þar sem úrkoma verður snjór. Skilin ganga nokkuð hratt yfir en mesta úrkoman verður um hádegisleytið 5-10 mm/klst. Svo dregur hratt úr um kaffileytið,“ segir á vefsíðunni.
Einnig segir að uppsafnað afrennsli (rigning + leysing) gæti orðið um 40 mm við Seyðisfjörð. Grunnvatnsstaða er lág í Neðri Botnum og ekki mikill snjór.
„Þetta úrkomuskot er ekki talið geta valdið skriðuhættu við Seyðisfjörð en skriðuvakt VÍ fylgist með mælum á svæðinu,“ segir einnig.
„Spár gera ráð fyrir að uppsöfnuð úrkoma geti orðið 60-100 mm á Austfjörðum og mest til fjalla þar sem úrkoma verður snjór. Skilin ganga nokkuð hratt yfir en mesta úrkoman verður um hádegisleytið 5-10 mm/klst. Svo dregur hratt úr um kaffileytið,“ segir á vefsíðunni.
Einnig segir að uppsafnað afrennsli (rigning + leysing) gæti orðið um 40 mm við Seyðisfjörð. Grunnvatnsstaða er lág í Neðri Botnum og ekki mikill snjór.
„Þetta úrkomuskot er ekki talið geta valdið skriðuhættu við Seyðisfjörð en skriðuvakt VÍ fylgist með mælum á svæðinu,“ segir einnig.