Skip to main content

Snjómokstur í fullum gangi í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. jan 2022 10:16Uppfært 04. jan 2022 10:16

Nú er unnið hörðum höndum að snjómokstri í Fjarðabyggð eftir óveður síðustu daga. Vinna hófst snemma í morgun og mun standa fram eftir degi. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að mokstur hefur víða gengið vel en vegna mikils fannfergis á Fáskrúðsfirði og Eskifirði gengur mokstur hægt þar, en unnið er að honum með öllum tiltækum tækjum.

Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan á vinnunni stendur.

Mynd: fjardabyggd.is