Skip to main content

Stórhertar fjöldatakmarkanir vegna mikils fjölda smita

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. des 2021 13:12Uppfært 21. des 2021 13:35

Sóttvarnaraðgerðir verða hertar til muna í aðdraganda jólanna en Covid-smit á landsvísu hafa aldrei verið fleiri en nú.

Þetta var samþykkt fyrr í dag af hálfu heilbrigðisráðherra í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis en nýju tillögurnar takmarka fjölda fólks við 20 og nándarregla fer aftur í tvo metra í stað eins. Nýju reglurnar taka gildi á Þorláksmessu og gilda í þrjár vikur til að byrja með.

Veitinga- og skemmtistaðir verða að loka eigi síðar en 21 á kvöldin. Sund- og baðstaðir mega einungis taka mót helming hámarksfjölda og þá verða hraðprófsviðburðir takmarkaðir við 200 manns. Hvatt er til fjarvinnu á vinnustöðum eins og kostur er.

Alls eru nú 42 einstaklingar í einangrun á Austurlandi og 66 aðrir í sóttkví.