Skip to main content

Suðaustan stormur skellur á Austurland í nótt

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jan 2022 11:55Uppfært 09. jan 2022 11:55

Veðurstofan hefur útvíkkað gular veðurviðvarnir sínar á landinu fyrir kvöldið. Nú er gert ráð fyrir að suðaustan stormur skelli á Austurlandi að Glettingi á miðnætti í nótt.

Fram kemur á vefsíðu Veðurstofunnar að síðar í nótt eða um þrjú leytið verði komið suðaustan hríð á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að viðvörnunin fyrir Austurland gildi til kl. 8 í fyrramálið en á Austfjörðum til kl. 9.

Á Austurlandi verður suðaustan 18-25 m/s, hvassast á fjallvegum þar sem einnig má búast við skafrenningi. Varasamt ferðaveður.

Á Austfjörðum verður suðaustan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Talsverð rigning eða slydda, en snjókoma og skafrenningur á fjallvegum og lítið skyggni þar.