Skip to main content

Sýnatöku frestað vegna óveðurs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. jan 2022 08:33Uppfært 03. jan 2022 08:38

Vegna mjög slæmrar veðurspár er áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 aflýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði í dag, mánudaginn 3. janúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi. Þar segir að ný tímasetning sýnatöku verður tilkynnt síðar á í dag eða á morgun þriðjudaginn 4. janúar. Hún verður auglýst á heimasíðu og á fésbókarsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands, (HSA), og í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi á vef lögreglu meðal annars og á fésbókarsíðu lögreglu.

Þeir sem hafa einkenni COVID smits eru beðnir um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra.