Tæplega 70 metra hviða í Hamarsfirði

Bálhvasst hefur verið í Hamarsfirði síðan í gærkvöldi. Stuttu fyrir miðnætti mældist þar vindhviða upp á 68,5 metra á mæli Vegagerðarinnar.

Þar féll vindurinn nokkuð niður í nótt en náði sér aftur á strik upp með morgninum. Þar hafa verið hviður á milli 30-40 m/s og takmarkað ferðaveður. Von er á að vindinn fari að lægja verulega um hádegi.

Þrátt fyrir að víða hafi orðið hvasst á Austfjörðum, einkum syðst, í nótt þá var nóttin róleg hjá björgunarsveitum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.