Skip to main content

Tæplega 70 metra hviða í Hamarsfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. nóv 2021 10:29Uppfært 26. nóv 2021 10:33

Bálhvasst hefur verið í Hamarsfirði síðan í gærkvöldi. Stuttu fyrir miðnætti mældist þar vindhviða upp á 68,5 metra á mæli Vegagerðarinnar.


Þar féll vindurinn nokkuð niður í nótt en náði sér aftur á strik upp með morgninum. Þar hafa verið hviður á milli 30-40 m/s og takmarkað ferðaveður. Von er á að vindinn fari að lægja verulega um hádegi.

Þrátt fyrir að víða hafi orðið hvasst á Austfjörðum, einkum syðst, í nótt þá var nóttin róleg hjá björgunarsveitum.