Skip to main content

Takmarkað opið í sýnatökur yfir áramótin austanlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. des 2021 09:14Uppfært 30. des 2021 13:54

Fólk verður annaðhvort að hafa hraðann á ellegar hinkra í nokkra daga standi hugur til að fara í Covid-sýnatöku hér á Austurlandi.

Sýnatökur standa yfir á Reyðarfirði milli 9 og 10.30 og milli 12 og 13.30 á Egilsstöðum í dag 30. desember en nái fólk ekki á þá staði í tíma verður að bíða fram til sunnudagsins 2. janúar. Þann dag er opið í sýnatökur milli 9 og 10 á Reyðarfirði og milli 11 og 12 á Egilsstöðum.

Hefðbundinn opnunartími verður svo á nýjan leik á mánudaginn kemur frá 9 til 10.30 á Reyðarfirði og 12 til 13.30 á Egilsstöðum.

UPPFÆRT: Ákveðið hefur verið að bæta við opnunartíma í sýnatökur á Reyðarfirði á morgun 31. desember. Þá verður opið í hálfa klukkustund frá 07 til 07.30. Sömuleiðis verður sýnataka á Vopnafirði í 20 mínútur milli kl. 08.10 og 08.30. Bóka þarf tíma á vefnum heilsuvera.is.

Mynd: Heilsugæslan