Þorrablótið á Seyðisfirði blásið af

Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu um að ekki sé möguleiki á að halda þorrablót þetta árið vegna stöðunnar á útbreiðslu COVID.

„Kæru Seyðfirðingar nær og fjær. Eins og ykkur er sjálfsagt kunnugt um þá er staðan í þjóðfélaginu ekki upp á marga fiska hvað varðar covid útbreiðslu og takmarkanir. Því er alveg ljóst að ekki er möguleiki á að halda okkar víðfræga þorrablót með pompi og pragt þetta árið,“ segir í tilkynningu frá nefndinni sem birta er á Facebook síðunni: Seyðisfjörður, umræða um málefni samfélagsins okkar.

„Við í nefndinni ræddum það hvort hægt væri að halda úti fjarblóti en komumst að þeirri niðurstöðu að fleiri gallar væru á því en kostir.

Við mælum þó með því að þið blótið þorrann á ykkar hátt með súrum pungum og tilheyrandi

Gleðilegan þorra.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.