Skip to main content

Þorrablótið á Seyðisfirði blásið af

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. jan 2022 11:59Uppfært 11. jan 2022 11:59

Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu um að ekki sé möguleiki á að halda þorrablót þetta árið vegna stöðunnar á útbreiðslu COVID.

„Kæru Seyðfirðingar nær og fjær. Eins og ykkur er sjálfsagt kunnugt um þá er staðan í þjóðfélaginu ekki upp á marga fiska hvað varðar covid útbreiðslu og takmarkanir. Því er alveg ljóst að ekki er möguleiki á að halda okkar víðfræga þorrablót með pompi og pragt þetta árið,“ segir í tilkynningu frá nefndinni sem birta er á Facebook síðunni: Seyðisfjörður, umræða um málefni samfélagsins okkar.

„Við í nefndinni ræddum það hvort hægt væri að halda úti fjarblóti en komumst að þeirri niðurstöðu að fleiri gallar væru á því en kostir.

Við mælum þó með því að þið blótið þorrann á ykkar hátt með súrum pungum og tilheyrandi

Gleðilegan þorra.“