Skip to main content

Þrjú ný smit eystra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. des 2021 11:38Uppfært 03. des 2021 11:59

Þrjú ný Covid-19 smit hafa verið greind á Austurlandi, miðað við tölur frá Covid.is.


Þar kemur fram að 25 einstaklingar séu í einangrun í fjórðungnum, samanborið við 22 í gær. Þeim sem eru í sóttkví fækkar úr 56 í 48.

Leikskólinn Tjarnarland á Egilsstöðum er lokaður eftir smit sem kom þar upp í fyrradag.

Samkvæmt tölum frá RÚV eru nýju tilfellin þrjú öll á Egilsstöðum. Hvorki staðfesting á því né nánari upplýsingar lágu fyrir hjá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi þegar Austurfrétt leitaði eftir þeim í morgun.

Aðgerðastjórnin fundar klukkan 14:00 í dag. Nánari upplýsingar verða sendar út eftir þann fund.