Tilboð í lokaáfanga stækkunar Dalborgar opnuð í dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. apr 2024 10:27 • Uppfært 09. apr 2024 10:28
Tilboð í þriðja og síðasta áfangann við stækkun leikskólans Dalborgar á Eskifirði verða opnuð eftir hádegi í dag.
Það var Launafl sem byggði 410 fermetra viðbygginguna en framkvæmdir við hana hófust sumarið 2022.
Fyrir þremur vikum var auglýst útboð í lokaáfanga framkvæmdanna sem fela í sér lagnir, rafkerfi, frágang innanhúss, innréttingar og búnað. Skilafrestur tilboða er til klukkan 14:00 í dag og verða tilboð opnuð klukkustund síðar.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði að fullu lokið þann 30. september næstkomandi.