Skip to main content

Töluverð fækkun á fólki í sóttkví á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jan 2022 11:09Uppfært 13. jan 2022 11:45

Töluverð fækkun hefur orðið á fólki í sóttkví á Austurlandi milli daga. Fjöldi einstaklinga í einangrun hinsvegar breytist ekki.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefsíðunni covid.is. Þar segir að alls séu 143 einstaklingar í sóttkví á Austurlandi sem er fækkun um rúmlega 30 manns frá í gærdag. Fjöldi einstaklinga í einangrun er 130 eða nær óbreyttur frá í gærdag.

Alls greindust rúmlega 1.100 manns með COVID í gærdag, þar af rúmlega 100 á landamærunum.

Eins og fram hefur komið í fréttum hyggst sóttvarnarlæknir leggja fram nýtt minnisblað um hertar aðgerðir fyrir ríkisstjórnarfundinn á morgun.