Töluverð fækkun fólks í sóttkví á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. jan 2022 11:47 • Uppfært 19. jan 2022 11:55
Töluverð fækkun hefur orðið á fjölda einstaklinga í sóttkví á Austurlandi. Þeir voru 143 talsins í gærdag samkvæmt covid.is. Fyrir síðustu helgi voru yfir 270 í sóttkví og hefur þeim því fækkað um nær helming á síðustu dögum.
Sömu sögu er ekki að segja af fjölda einstaklinga í einangrun sem eru 114 í dag. Er þetta svipaður fjöldi og verið hefur undanfarna dag en þó ívið færri.
Í gærdag mældist næstmesti fjöldi smita á landinu þegar tæplega 1.500 manns greindust með COVID innanlands auk 93 smita á landamærunum.
Í gærdag mældist næstmesti fjöldi smita á landinu þegar tæplega 1.500 manns greindust með COVID innanlands auk 93 smita á landamærunum.