Töluverð fækkun fólks í sóttkví á Austurlandi

Töluverð fækkun hefur orðið á fjölda einstaklinga í sóttkví á Austurlandi. Þeir voru 143 talsins í gærdag samkvæmt covid.is. Fyrir síðustu helgi voru yfir 270 í sóttkví og hefur þeim því fækkað um nær helming á síðustu dögum.


Sömu sögu er ekki að segja af fjölda einstaklinga í einangrun sem eru 114 í dag. Er þetta svipaður fjöldi og verið hefur undanfarna dag en þó ívið færri.

Í gærdag mældist næstmesti fjöldi smita á landinu þegar tæplega 1.500 manns greindust með COVID innanlands auk 93 smita á landamærunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.