Skip to main content

Tvö ný smit eystra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. des 2021 17:09Uppfært 14. des 2021 17:09

Tvö ný smit greindust á Austurlandi eftir sýnatökur í gær. Báðir hinna smituðu voru í sóttkví.


Annað smitið var á Egilsstöðum, hitt á Reyðarfirði. Alls eru 63 í einangrun og 89 í sóttkví á Austurlandi. Rakningu vegna smita sem greinst hafa síðustu daga er lokið.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands segir að þessi tíðindi gefi það til kynna að storminn hafi lægt eftir storm síðustu daga og vikur en bent á að veður hafi margoft reynst válynd í faraldrinum.

Minnt er á að stutt sé til jóla með samkomum og ferðalögum, bæði innanlands sem utan, sem í því felist margvíslegar áskoranir.

Aðgerðastjórn hvetur af þeim sökum íbúa og þá sem standa fyrir viðburðum hverskonar að ganga hægt um gleðinnar dyr og áréttar sem fyrr þær reglur er tíundaðar hafa verið svo oft, að fara varlega í margmenni og muna handþvott og sprittun við hvert tækifæri. „Höldum áfram að gera þetta saman.“