Umferðarstýring um Almannaskarðsgöng
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. jan 2022 12:01 • Uppfært 21. jan 2022 12:01
Umferðarstýring verður á Almannaskarðsgöngunum frá í dag og fram til 26. janúar n.k. vegna viðhalds á göngunum.
Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að beðist er velvirðingar á töfum sem þetta kann að valda.
Hálka er á Fjarðarheiði en hálkublettir á nokkrum leiðum. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.
Vegfarendur eru áfram beðnir um að vera á verði fyrir vetrarblæðingum milli Fáskrúðsfjarðar og Skeiðarársands.
Mynd: wikipedia.org
Hálka er á Fjarðarheiði en hálkublettir á nokkrum leiðum. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.
Vegfarendur eru áfram beðnir um að vera á verði fyrir vetrarblæðingum milli Fáskrúðsfjarðar og Skeiðarársands.
Mynd: wikipedia.org