Útlit fyrir rauðleit jól austanlands fram á sunnudag
Samkvæmt spám Veðurstofu Íslands verður hæglætisveður, kalt en úrkomulítið að mestu um allt Austurland fram á sunnudaginn 26. desember. Þá mun snjóa nokkuð duglega.
Veturinn verið tiltölulega rysjóttur á Austurlandi. Snjólétt verið að mestu leyti og í þau fáu skipti sem snjóað hefur að ráði hafa heitir vindar og rigning gert lítið úr skömmu síðar. En hverju gera spár ráð fyrir næstu daga?
ÞORLÁKSMESSA: Á Þorláksmessu verður hitastig í eða við frostmark í öllum fjórðungnum en aðeins kaldara inn til lands. Lítils háttar úrkoma á annesjum og eitthvað gæti snjóað með kvöldinu og þá helst á svæðinu frá Vopnafirði að Borgarfirði eystra. Hægur vindur.
AÐFANGADAGUR: Hæglætisveður og bjartviðri. Hitastig áfram kringum frostmarkið og sést gæti til sólar lunga dagsins. Mögulega snjóar allra syðst þegar líða fer á kvöld.
JÓLADAGUR: Spár gera ráð fyrir töluvert meira frosti þennan dag eða allt upp í sjö til átta gráðu frost. Dimmt og þungskýjað allan daginn en vindur að hægur á móti.
ANNAR Í JÓLUM: Áfram töluvert frost frá tveimur til fimm gráðum en hér gera veðurfræðingar ráð fyrir nokkurri úrkomu allan daginn nánast í öllum fjórðungnum.
Mynd: skjáskot Veðurstofa Íslands.