Orkumálinn 2024

Útsvarið í lágmarki hjá Fljótsdalshreppi en tekjurnar vaxa samt

„Svona höfum við haft þetta um hríð og þær hækka ár frá ári útsvarstekjur okkur fyrir vikið,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps, en hreppurinn er einn aðeins fjögurra sveitarfélaga í landinu sem innheimta lágmarksútsvar af íbúum sínum.

Útsvar er langveigamesti tekjustofn sveitarfélaga en það er dregið af launum launþega ásamt tekjuskatti ríkisins. Velflest sveitarfélög landsins, þar á meðal öll önnur á Austurlandi, nýta sér hæstu leyfilegu útsvarsprósentu, 14,52%, en í Fljótsdalshreppi eru menn hinu megin á skalanum og útsvarið aðeins 12,44%. Fljótsdælingar hafa reyndar ekki nýtt leyfilegt hámarksútsvar síðan árið 2008 samkvæmt gögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þrátt fyrir þetta segir Helgi að útsvarstekjur sveitarfélagsins vaxi ár frá ári og hafi hækkað um 10-15 prósent á síðustu árum.  „Það er velþekkt í hagfræðinni að það er hægt að verðleggja sig út af kortinu og það viljum við ekki gera hér. Það hefur haft í för með sér töluvert meiri tekjur fyrir vikið og við breytum ekkert af þeirri stefnu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.