VA áfram í Gettu betur en ME úr leik
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. jan 2022 08:13 • Uppfært 20. jan 2022 11:53
Lið Verkmenntaskóla Austurlands (VA) komst áfram í Gettu betur eftir afar spennandi sigur gegn Borgarholtsskóla í gærkvöldi sem lauk 23-21. Lið Menntaskólans á Egilsstöðum (ME) er hinsvegar úr leik eftir stórtap gegn Menntaskólanum í Hamrahlíð (MH).
Þetta þýðir að VA mun keppa við lið Menntaskólans í Reykjavík í 8- liða úrslitunum þann 16. febrúar n.k. sem sýnd verða í sjónvarpinu.
Lið VA er skipað þeim Helenu Lind Ólafsdóttur, Hákoni Þorbergi Jónssyni og Ragnari Þórólfi Ómarssyni.
"Keppnin var geysilega spennandi en lið VA hafði yfirhöndina lengst af. Eftir hraðaspurningar var staðan 17-13 fyrir VA en Borgarholtsskóli náði að jafna á síðustu bjölluspurningu 21-21. Þá var einungis hljóðdæmið eftir sem kom hjá okkar fólki," segir á vefsíðu VA.
Lið ME sá aldrei til sólar í viðureign sinni gegn MH sem endaði 34-9 MH í vil.
Mynd: Lið VA, þau Helena, Hákon og Ragnar./va.is
Lið VA er skipað þeim Helenu Lind Ólafsdóttur, Hákoni Þorbergi Jónssyni og Ragnari Þórólfi Ómarssyni.
"Keppnin var geysilega spennandi en lið VA hafði yfirhöndina lengst af. Eftir hraðaspurningar var staðan 17-13 fyrir VA en Borgarholtsskóli náði að jafna á síðustu bjölluspurningu 21-21. Þá var einungis hljóðdæmið eftir sem kom hjá okkar fólki," segir á vefsíðu VA.
Lið ME sá aldrei til sólar í viðureign sinni gegn MH sem endaði 34-9 MH í vil.
Mynd: Lið VA, þau Helena, Hákon og Ragnar./va.is