Vantar aðeins meiri snjó í Oddsskarð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. des 2021 09:51 • Uppfært 02. des 2021 16:59
„Það er komið töluvert í fjallið en það þarf að snjóa aðeins meira til að við getum opnað,“ segir Ásdís Sigurðardóttir, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Oddsskarði.
Þrátt fyrir nokkur snjóalög víðast hvar austanlands er Oddsskarðssvæðið svo grýtt að snjóa þarf nokkuð duglega til að færi sé til skíðaiðkunar en skíða- og brettafólk er farið að bíða spennt eftir góðu færi þennan veturinn.
Ásdís segir að miðað við áætlun muni svæðið opna strax 1. janúar ef allt gengur eftir og opnun verði með hefðbundnum hætti fram í maí, ef snjór verður nægur. Það sé hins vegar ekki útilokað að opna svæðið aðeins fyrr ef aðstæður leyfa en þó vantar enn mannskap til starfa á skíðasvæðinu svo hægt sé að opna að fullu.