Skip to main content

Vara við blæðingum milli Fáskrúðsfjarðar og Freysness

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. jan 2022 08:11Uppfært 17. jan 2022 08:11

Milli Fáskrúðsfjarðar og Freysness er varað við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geti verið varasamir.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að mikilvægt sé að draga úr hraða við mætingar. Skoða dekk og hreinsa með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru.

Almennt er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á Austurlandi en krapi með ströndinni.