Vara við vegablæðingum suður af Fáskrúðsfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. jan 2022 12:24 • Uppfært 13. jan 2022 12:24
Milli Fáskrúðsfjarðar og Skeiðarársands er varað við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geta verið varasamir.
Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að mikilvægt sé að draga úr hraða við þessar aðstæður. Skoða dekk og hreinsa með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru.
Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða hálka víða en greiðfært með ströndinni. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.
Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða hálka víða en greiðfært með ströndinni. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.