Skip to main content

Varað við vestan stormi á Austfjörðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jan 2022 10:17Uppfært 24. jan 2022 10:18

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austfirði á morgun. Varað er við vestan stormi sem skellur á síðdegis.


Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á vestan storm, 20-28 m/s. Varasamt fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar.

Ennfremur segir að fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Viðvörunin gildir frá kl. 18 á morgun til miðnættis 26 jan.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að í dag er hálka á Fjarðarheiði, Fagradal og Jökuldal en eitthvað er um hálkubletti á öðrum leiðum.