Skip to main content

Vegagerðin tekur yfir rekstur SvAust

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. des 2021 15:28Uppfært 03. des 2021 15:29

Vegagerðin mun um áramót taka yfir rekstri almenningsvagna á Austurlandi af Strætisvögnum Austurlands (SvAust).


SvAust hefur haldið utan um akstur frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Norðfjarðar, milli Reyðarfjarðar og Stöðvarfjarðar auk Djúpavogs og Hornafjarðar. Akstur á leiðunum var boðinn út í haust á vegum SvAust. Vegagerðin yfirtekur því þá samninga.

Yfirtakan liður í að samþætta almenningssamgöngur á Íslandi því almennisvagnarnir renna inn heildstætt kerfi á landsvísu.

Vegagerðin er með þjónustusamning við Strætó bs. sem heldur utan um tímatöflur, vagnaferla, þjónustu við farþega og farmiðasölu, auk samskipta við rekstraraðila. Í tilkynningu segir að vonast sé til breytingarnar bæti kerfið og feli í sér hagræðingu.

„Það verður engin breyting á fyrsta degi heldur sjáum við hverju fram vindur. Við horfum á þetta sem tveggja til þriggja ára lærdómsferli,“ segir Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamganga hjá Vegagerðinni.