Skip to main content

Vegur íslensks wasabi fer hratt vaxandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. des 2021 13:07Uppfært 28. des 2021 13:16

Framleiðslufyrirtækið Nordic Wasabi í Fellabæ heldur áfram að vekja athygli langt út fyrir landsteinana. Nú hjá hinu þekkta bandaríska útgáfufyrirtæki Fortune.

Ítarleg grein er um fyrirtækið og merka framleiðslu þess á vef tímaritsins en þar dásamar blaðamaður hversu vel hefur tekist til við framleiðslu á hinni japönsku wasabi-rót við sjálfbærar aðstæður hér austanlands. Framleiðslu sem þykir svo flókin að wasabi er varla framleitt neins staðar í veröldinni nema í lækjarfarvegum Japans.

Þetta ekki lítil kynning á fyrirtækinu í Fellabænum því milljónir lesa efni á miðlum útgefandans. Lesa má greinina hér.