Skip to main content

Vetrarhvellurinn skellur líka á Austurland

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. jan 2022 12:15Uppfært 21. jan 2022 19:41

Vetrarhvellurinn sem ríður yfir landið í dag mun einnig skella á Austurland. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði,

Á Austurlandi að Glettingi gildir viðvörunin frá kl. 21 í kvöld og fram til kl. 03 í nótt. Þar er reiknað með suðvestan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s. Varasamt ferðaveður.

Á Austfjörðum gildir viðvörunin frá kl. 22 í kvöld og þar til kl. 05 í nótt. Þar er gert ráð fyrirsuðvestan 18-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s, hvassast syðst. Varasamt ferðaveður.