Viðvaranir áfram í gildi, beðið með mokstur á fjallvegum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. jan 2022 08:58 • Uppfært 03. jan 2022 08:59
Gular veðurviðvaranir eru áfram í gildi á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum í dag. Lokað er á bæði Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs og ófærðar.Vegagerðin mun bíða með mokstur á fjallvegum sökum veðursins.
Á Austurlandi er norðvestan 18-25 m/s með éljum og skafrenningi og lélegu skyggni. Slæmt ferðaveður, að sögn Veðurstofunar en viðvörunin þar gildir til klukkan fimm í dag.
Á Austfjörðum er norðvestan 20-28 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Víða skafrenningur með lélegu skyggni og él norðantil. Mjög slæmt ferðaveður og fólk er hvatt til að huga að lausamunum.
Á Austfjörðum er norðvestan 20-28 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Víða skafrenningur með lélegu skyggni og él norðantil. Mjög slæmt ferðaveður og fólk er hvatt til að huga að lausamunum.