Skip to main content

Viðvörun fyrir Austfirði orðin appelsínugul

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. jan 2022 08:51Uppfært 25. jan 2022 08:51

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína fyrir Austfirði úr gulri í appelsínugula. Jafnframt er komin gul veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi.


Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofunnar. Báðar viðvaranirnar taka gildi kl. 18 síðdegis og standa langt fram á nótt.

Á Austurlandi að Glettingi er spáð vestan og norðvestan 18-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s, t.d. í Jökulsárhlíð. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni. Varasamt ferðaveður.

Á Austfjörðum er spáð Vestan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Ekkert ferðaveður. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.