Vill flotbryggju fyrir seli í lónið á Seyðisfirði

Íbúi á Seyðisfirði hefur farið þess á leit að settar verði upp nokkrar litlar flotbryggjur fyrir seli við lónið á Seyðisfirði heimamönnum og ferðafólki til yndisauka.

Elvar Snær Kristjánsson lagði þessa hugmynd fyrir heimastjórn bæjarins fyrir skömmu og óskaði stuðnings en fyrirbærið kallar hann selavin. Það samanstæði af lítilli flotbryggju eða pramma sem rúmað gætu allt að fjóra seli.

Þegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í byrjun apríl minnta það mig á að mun fleiri en ég njóta lónsins allt árið. Heimafólk á öllum aldri og ferðamenn innlendir sem erlendir njóta lónsins og því sem það hefur upp á að bjóða. Þennan dag var fallegt veður og farþegar á skipinu nutu útverunnar við lónið og ekki síst að fylgjast með selunum sem böðuðu sig í sólinni á steinunum. Frá því að ég hef búið „við lónið“ hef ég tekið eftir ferðamönnum sem laðast að selunum til að fylgjast með þeim og mynda. Þegar ég sá svo selina liggja makindalega á litlum fljótandi ísjökum um daginn datt mér í hug hvort ekki væri sniðugt að setja litla flotbryggju á lónið fyrir selina og okkur sem höfum gaman að því að fylgjast með þeim.

Heimastjórnin tók jákvætt í erindi Elvars en það þurfi umfjöllunar umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings og jafnframt umsögn frá Stangveiðifélagi Seyðisfjarðar sem er leigutaki Fjarðarár sem í lónið rennur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.