Skip to main content

Vök Baths tilnefnt sem vörumerki ársins

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. des 2021 15:35Uppfært 14. des 2021 15:39

Vök Baths hefur verið tilnefnt sem eitt af vörumerkjum ársins 2021.


Það er Brandr vörumerkjastofa sem stendur fyrir valinu, en hópur nafntogaðs fólks úr íslensku viðskiptalífi skipar dómnefndina. Að auki eru fengnar tilnefningar frá almenningi.

Vörumerkin þurfa að skila ákveðnum gögnum sem valnefnd notar, í bland við rannsóknir, til að meta hvaða vörumerki eru sterkust.

Tilnefnt er í fjórum flokkum, annars vegar hvort fyrirtæki einbeiti sér að einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði og hins vegar eftir starfsmannafjölda, en mörkin eru dregin við 50 manns.

Vök er tilnefnt í flokki fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn sem starfa á einstaklingsmarkaði. Sex önnur fyrirtæki eru tilnefnd í þeim flokki. Verðlaunin sjálf verða veitt í febrúar.