Skip to main content

Yfir 500 sýni tekin í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. des 2021 17:11Uppfært 09. des 2021 17:11

Alls var 531 sýni tekið í umfangsmiklum sýnatökum á Austurlandi í dag, en með þeim er reynt að komast fyrir smit í samfélaginu. Sýni voru tekin á Egilsstöðum, Eskifirði og Reyðarfirði.


Í tilkynningu aðgerðastjórnar er íbúum þökkuð skjót og góð viðbrögð, en kallað var eftir að fólk sem hvorki væri útsett fyrir smitum né hefði orðið vart við einkenni kæmi þar sem óttast er að einkennalausir einstaklingar beri smit á milli fólks. Með því er vonast til að hægt verði að kortleggja útbreiðslu veirunnar.

Áfram er skorað á íbúa svæðisins til að mæta í sýnatökur. Á morgun, föstudaginn 10. desember, verður opið í sýnatöku á Reyðarfirði frá 9:00-10:30 og á Egilsstöðum frá 12:00-13:30. Búið er að bæta við starfsfólki til að minnka bið.

Einstaklingar með einkenni eru beðnir um að halda sig heima þar til niðurstöður liggja fyrir. Einkennalausir geta haldið sínum háttum áfram, svo framarlega sem þeir hugi að persónubundnum sóttvörnum eins og ávallt er mælt með hvort sem er.