Borgarafundur SÁÁ á Egilsstöðum í kvöld

thorarinn tyrfingssonSamtök áhugafólks um áfengisvandann standa í kvöld fyrir borgarafundi á Egilsstöðum. Fundurinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla og hefst kl. 20:00.

Á fundinum verða flutt erindi í tali og tónum en fram koma Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi, Arnþór Jónsson formaður SÁÁ og Rúnar Freyr Gíslason leikari.


Fundurinn er liður í fundarherferð SÁÁ um landið þessar vikurnar þar sem áhersla er lögð á að efla tengsl SÁÁ við landsbyggðina. "SÁÁ er ekki lokaður klúbbur í Reykjavík, heldur þjónustuaðili fyrir alla landsmenn. Við viljum með þessum fundum undirstrika það", segir Rúnar Freyr Gíslason leikari og samskiptafulltrúi SÁÁ.

Á morgun funda síðan aðilar frá SÁÁ með bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. "Við hvetjum alla sem vilja kynna sér málin betur að koma á fundinn í kvöld. Ekki síst aðstandendur alkóhólista, en það er hópur sem við erum að reyna að sinna betur", segir Rúnar en síðustu helgi heimsótti SÁÁ Egilsstaði og stóð fyrir fjölskyldunámskeiði.

Á fundinum í kvöld verður farið yfir stöðu áfengis- og vímuefnavandans á Íslandi í dag og á eftir fá svo fundargestir að tjá sig og spyrja spurninga.

Fundurinn hefst sem fyrr segir kl. 20 og eru allir velkomnir.

Mynd: Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir flytur erindi á fundinum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.