Ljósmyndasamkeppni Austurbrúar: Áttu mynd af Austurlandi?
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. nóv 2013 11:38 • Uppfært 13. nóv 2013 11:41
Markaðssvið Austurbrúar auglýsir eftir ljósmyndum af Austurlandi til markaðssetningar og til framleiðslu á póstkortum. Sérstök dómnefnd mun velja úr innsendum myndum en skilafrestur er til 15. desember nk.
Öllum er heimilt að senda inn ljósmyndir en greiddar verða kr. 5000 fyrir hverja mynd sem valin verður og samið við hvern og einn um notkun hennar. Alls er um að ræða níu flokka en hver þátttakandi má senda að hámarki tvær ljósmyndir í hverjum flokki. Ekki er nauðsynlegt að senda inn myndir í alla flokka.
Flokkarnir eru: Þéttbýli á Austurlandi: „Bærinn minn", söfn, setur, kirkjur og sögufrægir staðir, áhugaverðir staðir í náttúrunni, áhugaverð flóra á Austurlandi, dýralíf á Austurlandi, menningarlíf á Austurlandi, fólkið á Austurlandi, árstíðir Austurlands og Austurland í öðru ljósi.
Myndum ber að skila rafrænt í lítilli upplausn á