Skip to main content

Norðfjarðargöng: Heilög Barbara á sinn stað í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. nóv 2013 20:20Uppfært 14. nóv 2013 20:22

barbara1Líkneski af heilagri Barböru verður komið fyrir við munna væntanlegra Norðfjarðarganga í kvöld. Barbara verndar þá sem vinna í námum og neðanjarðar samkvæmt kaþólskri trú.


Áður en fyrsta haftið var sprengt í göngunum í dag var búið að höggva litla syllu rétt við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Líkneskið var komið á svæðið en eðlilega ekki sett upp fyrr en að lokinni sprengingunni. Von var á kaþólskum presti til að stýra lítilli athöfn þegar líkneskinu yrði komið á sinn stað.

Tékkneska verktakafyrirtækið Metrostav er aðalverktaki ganganna ásamt Suðurverki. Kaþólsk trú er þjóðtrú í Tékklandi.

barbara2