Tanni Travel: 20 ára afmæli, yfir 40 ára saga, kynslóðaskipti og tímamót

diana mjoll sveinsdottirTanni Travel heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt laugardaginn 16. nóvember nk. Í tilefni af þessum áfanga verður opið hús í starfstöð fyrirtækisins að Strandgötu 14 á Eskifirði frá kl. 13:00-16:00.

Saga fyrirtækisins verður rifjuð upp í máli og myndum og bílaflotinn sýndur. Boðið verður upp á veitingar, tónlistaratriði og fleira skemmtilegt gert í tilefni dagsins.

Tanni Travel er öflugt ferðaþjónustufyrirtæki á Austurlandi sem rekur eigin hópbifreiðar og býður uppá heildarlausnir fyrir hópa, útvegar flug, ferjur, leiðsögn, afþreyingu, gistingu, mat og annað sem að ferðalaginu lýtur. Skipuleggur ferðir um allt Ísland en sérhæfir sig í Austurlandi og leggur metnað í að koma til móts við óskir viðskiptavinarins með persónulegri ráðgjöf og þjónustu.

Hópar sem fyrirtækið hefur sinnt í gegnum tíðina eru m.a. gönguhópar, ráðstefnugestir, félagasamtök, fjölskyldur, vinahópar, íþróttafélög, ýmis fyrirtæki og starfsmannafélög.

Tanni Travel á 15 bíla, 9-65 sæta og er í eigu feðginanna Sveins Sigurbjarnarsonar og Díönu Mjallar Sveinsdóttur. Tanni er verkefnastjóri MEET THE LOCALS, en það er verkefni sem miðar að því að fólk komi sem ferðamenn en fari sem hluti af samfélaginu „come as a stranger, leave as a friend!". Öll nálgun í þjónustu Meet the Locals er persónuleg og í ferðunum ætti ferðamaðurinn að upplifa einhverja tengingu við samfélagið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.