Out of Place á Skriðuklaustri: Skosk myndbandsverk um náttúru og sögu afskekktra byggða

skriduklausturÍ tilefni af Dögum myrkurs verður opið í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri um næstu helgi kl. 14-17. Sýnd verða þrjú myndbandsverk sem listamenn unnu í menningarmiðstöðinni Timespan í Helmsdale á austurströnd Skotlands.

Verkin fjalla um hinar afskekktu byggðir og náttúruna, m.a. um úlfa sem dóu út á svæðinu fyrir 300 árum. Listamennirnir eru Corin Sworn, Graham Fagen og Dalziel+Scullion og hafa allir tekið þá í Feneyjartvíæringnum.

Frances Davis frá Timespan mun kl. 14 á laugardaginn segja frá verkunum og starfsemi menningarmiðstöðvarinnar sem leggur mikla áherslu á að tengja saman náttúru, sögu og listir í hinum dreifðu byggðum Sutherland.

Boðið verður upp á súkkulaðikökur með meiru hjá Klausturkaffi bæði á laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar er að finna heimasíðunni skriduklaustur.is og Facebooksíðu Skriðuklausturs.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.