Tuttugu verkefni fengu alls 6,7 milljónir úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls

alcoa samfelagssjodur nov13Tuttugu verkefni hljóta samanlagt 6,7 milljónir króna úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls en úthlutað var formlega við athöfn í Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði á fimmtudaginn var. Krabbameinsfélag Austfjarða fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.

Félagið fékk eina milljón til uppbyggingar endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda á Austurlandi og aðstandendur þeirra. Markmið verkefnisins er að byggja upp og þróa fasta starfsstöð á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem boðið verður upp á margvígslega fræðslu, stuðning og iðju fyrir skjólstæðinga. Fyrirmyndin er sótt í Ljósið.

Meðal annarra aðila sem hlutu styrk að þessu sinni eru bókasafnið á Reyðarfirði, Austurbrú, Verkmenntaskóli Austurlands, björgunarsveitir, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og fleiri.

Þá fengu Rauða krossdeildir á Austurlandi samtals 1,3 milljónir til ýmissa verkefna en stærstur hluti fór til Jólasjóðs þeirra til styrktar þeim sem þurfa aðstoð fyrir jólin. 

Fulltrúar þeirra sem úthlutað var styrkjum frá Alcoa Fjarðaáli tóku á móti framlaginu í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Fulltrúar Krabbameinsfélags Austfjarða eru lengst til vinstri á myndinni, þær Iðunn Geirsdóttir og Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir. Brettapiltarnir eru myndinni heita Héðinn Sölvi Halldórsson og Davíð Arnar Kristjánsson, en þeir tóku við 500 þúsund krónum fyrir hönd Lindarinnar, félagsmiðstöðvar á Seyðisfirði. Fénu verður varið til að byggja upp aðstöðu til hjólabretta-, línuskauta- og reiðhjólaiðkunar. Ungu stúlkunar tvær heita Malen Valsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir. Þær tóku við styrknum fyrir hönd UMF Leiknis á Fáskrúðsfirði og verður honum varið til kaupa á trampólíni. Mynd: Alcoa Fjarðaál

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.