Jólin í forgrunni á Þjóðahátíð Austurlands – Myndir

thjodahatid austurlands 0001 webFulltrúar sjö þjóða kynntu menningu sína á Þjóðahátíð Austurlands sem haldin var í Grunnskóla Reyðarfjarðar á sunnudag. Þemað að þessu sinni voru jól eða hátíð.

„Þjóðahátíðin er verkefni sem gengur út á að þjappa fólkinu saman," segir verkefnisstjórinn Sigríður Guðný Sigurðardóttir en það er Rauði krossinn sem stendur fyrir hátíðinni.

Hún hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá 2001 og ferðast um Austurland. Markmiðið er að menn kynnist ólíkri menningu, spornað sé við fordómum og lært af því hvað önnur ríki hafa gert, rétt eða rangt, í málefnum innflytjenda

„Það er búið að vera mjög gaman að taka þátt í þessu verkefni. Þeir sem maður hefur leitað til hafa verið mjög viljugir til að taka þátt.

Á undanförnum 15-20 árum hafa margir erlendir ríkisborgarar flutt til Austurlands. Rauði krossinn hefur verið með fimm ára verkefni í gangi sem miðar að því að hlúa að innflytjendum og blanda þeim við Íslendinga. Við lærum af þeim og þeim að okkur."

Að þessu sinni tóku fulltrúar sjö þjóða þátt í dagskránni: Póllands, Tælands, Slóveníu, Perú, Kosta Ríku, Ekvadors auk Íslands. Þemað var jól eða sambærilegar hátíðir og buðu menn upp á hátíðarrétti og klæddu sig upp í hátíðarbúninga.

„Vissulega halda ekki allar þessir þjóðir jól en þær halda aðrar hátíðir sem þær kynntu og það var afar farsæl lausn. Það var gaman að sjá hvernig jól eru í öðrum löndum því þau eru alltaf að upplifa okkar hefðir."

Alþjóðavæðingin setti þó mark sitt á jólahaldið því fleiri en ein þjóð bauð upp á Mackintosh mola, sem vel eru þekktir á íslenskum heimilum.

Í upphafi voru þrjú sviðsatriði í aðalsal skólans þar sem fjarðabúar af pólskum uppruna fluttu helgileik, íslenskir krakkar sungu undir stjórn Gillian Hayworth og slóvenskir listamenn og munkar fluttu einnig tónlist.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, setti hátíðina og minnti á að fjölþjóðlegir straumar hefðu lengi leikið um Austfirði og skilið eftir sig mikilvæg samfélagsleg og efnahagsleg verðmæti.

Sjálf var Sigríður, sem búið hefur á Reyðarfirði í rúmt ár, klædd í íslenskan þjóðbúning í eigu Kristínar Lukku. Talið er að um yfir 200 gestir hafi lagt leið sína í Reyðarfjarðarskóla á sunnudaginn var.

Myndir: Ólafur Höskuldur Ólafsson/Gunnar  Gunnarsson

L0008577 webL0008582 webthjodahatid austurlands 0002 webthjodahatid austurlands 0004 webthjodahatid austurlands 0006 webthjodahatid austurlands 0008 webthjodahatid austurlands 0010 webthjodahatid austurlands 0012 webthjodahatid austurlands 0014 webthjodahatid austurlands 0015 webthjodahatid austurlands 0019 web
thjodahatid austurlands 0011 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.