Austurvarp: Að heiman og heim
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. nóv 2013 14:10 • Uppfært 21. nóv 2013 14:34
Fjórir nýútskrifaðir austfirskir hönnuðir sýndu nýverið lokaverkefni sín á sýningunni Að heiman og heim í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Þetta er þriðja árið í röð sem verk austfirskra listaháskólanema eru sýnd undir yfirskriftinni „Að heiman og heim," en sýningin er haldin á vegum Make by Þorpið sem vinnur meðal annars að eflingu vöruhönnunar og handverks á Austurlandi.
Skipuleggjendur segja í því samhengi mikilvægt að efla listnám og endurmenntun á svæðinu auk þess að auka þekkingu almennings á faglegri hönnun.
Tilgangur sýningarinnar er margþættur, meðal annars að vekja athygli á þátttakendum sem hönnuðum og listamönnum en um leið vekja áhuga þeirra á tækifærunum á heimaslóðum.