Austurvarp: Að heiman og heim

ad heiman og heim athFjórir nýútskrifaðir austfirskir hönnuðir sýndu nýverið lokaverkefni sín á sýningunni Að heiman og heim í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Þetta er þriðja árið í röð sem verk austfirskra listaháskólanema eru sýnd undir yfirskriftinni „Að heiman og heim," en sýningin er haldin á vegum Make by Þorpið sem vinnur meðal annars að eflingu vöruhönnunar og handverks á Austurlandi.

Skipuleggjendur segja í því samhengi mikilvægt að efla listnám og endurmenntun á svæðinu auk þess að auka þekkingu almennings á faglegri hönnun.

Tilgangur sýningarinnar er margþættur, meðal annars að vekja athygli á þátttakendum sem hönnuðum og listamönnum en um leið vekja áhuga þeirra á tækifærunum á heimaslóðum.


 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.