Legend aðalnúmerið á Vegareiði

vegareidi 2012 0026 webRokkhljómsveitin Legend með Krumma Björgvins í broddi fylkingar verður aðalnúmerið á tónleikunum Vegareiði sem haldnir verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld.

Tónleikarnir hafa verið haldnir reglulega frá árinu 2005 en á þeim koma fram efnilegar hljómsveitir af Austurlandi í bland við þekkt bönd annars staðar frá. Að þessu sinni er það Legend sem er aðkomusveitin.

Sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu í fyrra sem nefnist Fearless. Hún spilaði á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun mánaðarins og á tónleikum í Danmörku um síðustu helgi.

Að auki koma fram Urð og Oni úr Neskaupstað, Sveitabandi og Br.Önd frá Egilsstöðum og Kjerúlfur úr Fljótsdal.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er frítt inn. Tónleikarnir eru vímulausir og ekkert aldurstakmark nema að hefðbundnar útivistarreglur gilda.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.