Rífandi stemming á jólamarkaði Blæs – Myndir

jolamarkadur blaes 0015 webJólamarkaður hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði var haldinn í þriðja sinn á laugardaginn var. Fjöldi gesta lagði leið sína á markaðinn þar sem ríflega 30 söluaðilar buðu fjölbreytta vöru.

„Það var rífandi stemming og örtröð af fólki," sagði Sigrún Júlía Geirsdóttir, formaður Blæs.

Markaðurinn er haldinn í félagshúsnæði Blæs, reiðhöllinni Dalahöllinni á Kirkjubólseyrum inni í Norðfjarðarsveit.

Sigrún Júlía segir hluta markaðarins snúast um að auglýsa félagið og húsið en nýverið var komið þar upp félagsaðstöðu. Þar buðu félagar í Blæ upp á kaffihlaðborð. „Við höfðum varla undan á kaffihlaðborðinu."

Fleiru hefur verið bætt í húsið svo sem ljósabúnaði og hitablásurum. „Síðastliðin tvö ár hafa menn farið út til að hlýja sér."

Á markaðinum var hægt að kaupa fjölbreytt handverk auk annarrar smávöru. Félagar úr Lúðrasveit Neskaupstaðar fluttu nokkur lög og sömuleiðis söngvarar úr Djúpinu, leikfélagi Verkmenntaskólans.

„Markaðurinn gengur fyrst og fremst út á að hóa fólki saman og byrja smá jólastemmingu. Hann hefur vaxið frá ári til árs og ég er fullviss um að hann sé kominn til að vera hér í sveitinni.

Söluaðilarnir voru ánægðir og mér sýndist allir hafa verið mjög glaðir," sagði Sigrún Júlía að lokum.

jolamarkadur blaes 0004 webjolamarkadur blaes 0007 webjolamarkadur blaes 0009 webjolamarkadur blaes 0010 webjolamarkadur blaes 0011 webjolamarkadur blaes 0012 webjolamarkadur blaes 0013 webjolamarkadur blaes 0014 webjolamarkadur blaes 0016 webjolamarkadur blaes 0018 web
jolamarkadur blaes 0005 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.