Skip to main content

Jólatréð risið við Kaupfélagið: Aldrei verið hærra

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. nóv 2013 10:17Uppfært 10. des 2013 10:18

jolatre netto 0004 webJólatréð, sem á hverju ári hefur staðið við Kaupfélagið á Egilsstöðum, var reist í gær. Tréð er að þessu sinni fimmtán metra hátt og hefur aldrei verið hærra. Kveikt verður á því á laugardag.


„Tréð mældist 15 metra hátt. Það var 16 metrar en einn var skilinn eftir.Mér skildist á mönnum að hæsta tré til þessa fyrir utan Kaupfélagið hafi verið 14,5 metrar," segir Heiðar Róbert Birnuson, verslunarstjóri í Nettó.

Tréð kemur frá Kristni Kristmundssyni sem jafnan hefur verið kenndur við Videofluguna. Það er 47 ára gamalt.

Kveikt verður á trénu á laugardag. Dagskrá hefst við Nettó klukkan 15:00. Sungin verða jólalög og jólasveinar mæta með glaðning handa börnunum. Ljósin á trénu sjálfu verða svo tendruð klukkan 15:30.

Bílastæðin við stórmarkaðinn verða lokuð að hluta á laugardaginn til að gera svæðið öruggara. Bent er á stæði við N1 og sunnan megin við Kaupfélagið.