Austurvarp: Reiðilegar vögguvísur á Vegareiði

vegareidi urd bwVögguvísa, innblásin af reiði, var meðal þeirra laga sem flutt voru á tónlistarhátíðinni Vegareiði sem haldin var í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag. Fjórar austfirskar rokksveitir komu þar fram ásamt Legend úr Reykjavík.

Tónleikarnir, sem haldnir hafa verið árlega síðan 2006, hafa það að markmiði að gefa harðkjarnasveitum af Austurlandi tækifæri á að spreyta sig. Aðrar tónlistarstefnur heyrast einnig þar en meðal annars var boðið upp á sveitatónlist um helgina.

Hljómsveitin Brönd hefur komið fram á öllum hátíðunum og gerði það einnig á laugardag. Hún kom fram í öðrum búningi en venjulega – eða hreint engum búningi því hljómsveitarmeðlimir hafa gjarnan skrýðst skrautlegum fötum og grímum á sviði.

Sveitabandið kom einnig frá Egilsstöðum og Kjerúlfarnir úr Fljótsdal. Frá Norðfirði mættu Oni og Urð en fyrrnefnda sveitin stefnir á að fara í hljóðver á næstunni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.