Stöðvarfjörður ekki skilinn út undan: Myndir væntanlegar á Já 360° innan skamms
Myndir frá Stöðvarfirði eru væntanlegar inn í 360° myndasafn Já á næstunni. Myndir eru komnar þangað af öllum öðrum þéttbýlisstöðum á Austurlandi.„Myndirnar af Stöðvarfirði eru til og munu skila sér inn á vefinn mjög fljótlega," segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já.
Á kortavef Já má nálgast 360° myndir frá helstu þéttbýlisstöðum landsins og völdum náttúruperlum en bílar á vegum fyrirtækisins óku um svæðið í ágúst og tóku myndir.
Athygli vakti að þéttbýlið á Stöðvarfirði vantaði í safnið sem komið er á kortavefinn, einan byggðarkjarna Austfjarða.
Að sögn Telmu verður bætt úr því fljótlega. „Því miður skiluðu myndir af ákveðnum svæðum sér ekki inn í fyrstu útgáfu og myndir Stöðvarfjarðar voru þar á meðal. Við munum bæta úr þessu mjög fljótlega."
Að sögn Telmu verður bætt úr því fljótlega. „Því miður skiluðu myndir af ákveðnum svæðum sér ekki inn í fyrstu útgáfu og myndir Stöðvarfjarðar voru þar á meðal. Við munum bæta úr þessu mjög fljótlega."