Stöðvarfjörður ekki skilinn út undan: Myndir væntanlegar á Já 360° innan skamms

stodvarfjordur ja360Myndir frá Stöðvarfirði eru væntanlegar inn í 360° myndasafn Já á næstunni. Myndir eru komnar þangað af öllum öðrum þéttbýlisstöðum á Austurlandi.

„Myndirnar af Stöðvarfirði eru til og munu skila sér inn á vefinn mjög fljótlega," segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já.

Á kortavef Já má nálgast 360° myndir frá helstu þéttbýlisstöðum landsins og völdum náttúruperlum en bílar á vegum fyrirtækisins óku um svæðið í ágúst og tóku myndir.

Athygli vakti að þéttbýlið á Stöðvarfirði vantaði í safnið sem komið er á kortavefinn, einan byggðarkjarna Austfjarða.

Að sögn Telmu verður bætt úr því fljótlega. „Því miður skiluðu myndir af ákveðnum svæðum sér ekki inn í fyrstu útgáfu og myndir Stöðvarfjarðar voru þar á meðal. Við munum bæta úr þessu mjög fljótlega."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.