Skip to main content

Barnaguðsþjónusta og aðventukvöld í Valþjófsstaðarprestakalli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. nóv 2013 13:19Lorem ipsum dolor sit amet.

fljotsdalsdagur 2012 0074 webBarnaguðsþjónusta verður í Kirkjuselinu í Fellabæ klukkan 11:00 á sunnudag. Kveikt verður á aðventukransinum, barnakór undur. stjórn Drífu Sigurðardóttur syngur. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.


Á miðvikudaginn klukkan 20:00 verður svo aðventukvöld Ássóknar í Fellum í Kirkjuselinu. Þar verður fjölbreytt dagskrá í tali og tónum, meðal annars helgileikur sem TTT-hópurinn flytur, kórsöngur, en ræðumaður kvöldsins verður Sverrir Gestsson. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á safa, kaffi og smákökur.