Skip to main content

Austurvarp: Hreindýrin bara soguðu mig til sín

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. des 2013 18:08Uppfært 04. des 2013 18:09

asgeir hvitaskald solveig stefans hreindyr 0001 webÞriggja ára ferli lauk í gær þegar heimildarmyndin „Auga hreindýrsins" var frumsýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Leikstjórinn segist hafa heillast af dýrunum sem verðskuldi meira en að verða bráð veiðimanna.


„Dýrin bara soguðu mig til sín," segir Ásgeir Hvítaskál sem gerði myndina ásamt Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur.

Myndin fjallar um hreindýr frá ýmsum vinklum. Hún er allt í senn: fræðandi, skemmtileg og mjög mannleg.

Höfundurinn setti sig til dæmis í spor veiðimannsins og rakti bæði vandamál sem upp geta komið og sigra sem unnist geta á veiðum.

Um sjötíu manns sóttu frumsýninguna í gærkvöldi en myndin fer í framhaldinu í víðtækari sölu og dreifingu.