Austurvarp: Hreindýrin bara soguðu mig til sín

asgeir hvitaskald solveig stefans hreindyr 0001 webÞriggja ára ferli lauk í gær þegar heimildarmyndin „Auga hreindýrsins" var frumsýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Leikstjórinn segist hafa heillast af dýrunum sem verðskuldi meira en að verða bráð veiðimanna.

„Dýrin bara soguðu mig til sín," segir Ásgeir Hvítaskál sem gerði myndina ásamt Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur.

Myndin fjallar um hreindýr frá ýmsum vinklum. Hún er allt í senn: fræðandi, skemmtileg og mjög mannleg.

Höfundurinn setti sig til dæmis í spor veiðimannsins og rakti bæði vandamál sem upp geta komið og sigra sem unnist geta á veiðum.

Um sjötíu manns sóttu frumsýninguna í gærkvöldi en myndin fer í framhaldinu í víðtækari sölu og dreifingu.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.