Skip to main content

Jólin alls staðar í austfirskum kirkjum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. des 2013 11:00Uppfært 10. des 2013 13:52

jolin alls stadar webTónleikaröðin Jólin alls staðar kemur austur á firði um helgina þegar tónleikar verða haldnir í þremur austfirskum kirkjum.


Fyrir hópnum fara söngvararnir Gréta Salóme, Friðrik Ómar, Heiða Ólafs og Jógvan Hansen en þau hafa undanfarna viku verið á ferð á milli kirkna á landsbyggðinni ásamt tónlistarfólki.

Efnisskráin er hátíðleg en í senn skemmtileg og því tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Auk þeirra koma fram barnakórar frá hverjum stað fyrir sig.

Tónleikar verða í Egilsstaðakirkju klukkan 21:00 á föstudag, 16:00 á laugardag í Norðfjarðarkirkju og Eskifjarðarkirkju sama dag klukkan 21:00.

Miðasala fer fram á midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé uppselt. Miðaverðið er 3990 krónur.