Aðventa lesin á sunnudaginn

skriduklausturAðventa Gunnars Gunnarssonar, sagan um Benedikt og svaðilfarir hans á Mývatnsöræfum, verður lesin að venju þriðja sunnudag í aðventu á Skriðuklaustri. Að þessu sinni verður hún lesin á fjórum stöðum: í Rússlandi, Þýskalandi, Reykjavík og á Skriðuklaustri.

Að þessu sinni er það Svanhildur Óskarsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun, sem les söguna á Klaustri og hefst lesturinn kl. 14.00 í skrifstofu skáldsins. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur en lestri sögunnar lýkur um kl. 16.30. Allir velkomnir og tilvalið að slaka á í amstri jólaundirbúningsins og njóta hinnar sígildu sögu Gunnars.

Skriðuklaustur er ekki eini staðurinn sem Aðventa verður lesin á næsta sunnudag. Hjá Rithöfundasambandi Íslands, í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík lesa rithöfundahjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson söguna og hefja sinn lestur kl. 13.30.

Þess má geta að sagan verður lesin á rússnesku í íslenska sendiráðinu í Moskvu laugardaginn 14. des. og í sendiráðinu í Berlín var hún lesin þriðja sinni á þýsku 1. desember.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.