Eistnaflug tilnefnt sem tónlistarviðburður ársins

img 6172 fix01 webRokkhátíðin Eistnaflug 2013 hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum tónlistarviðburður ársins. Hátíðin var fyrst haldin árið 2005 á Neskaupsstað og hefur verið árlegur viðburður síðan.

Í umsögn valnefndar segir meðal annars: „Einhvern tímann hefði Neskaupstaður þótt ólíklegur vettvangur fyrir árlega rokkhátíð, en þangað leggja æ fleiri leið sína, ekki síst erlendir gestir, sem fer sífellt fjölgandi á hátíðinni. Þetta er vel skipulögð rokkhátíð, glæsileg í alla staði og fer ávallt friðsamlega fram. Eistnaflug er gott dæmi um vel heppnaða tónlistarhátíð á landsbyggðinni."

Þegar Eistnaflug var haldin fyrst árið 2005 var hátíðin smá í sniðum en hefur vaxið að umfangi og er í dag þriggja daga árleg hátíð þar sem fram koma á milli 30-40 hljómsveitir, flestar íslenskar. Íbúafjöldinn á Neskaupsstað tvöfaldast þessa daga og til þess er tekið að aldrei hafa komið upp nein vandamál vegna hátíðagesta. Stefán Magnússon hefur veitt hátíðinni forstöðu frá upphafi og notið stuðnings Menningarráðs Austurlands.

Markmið Íslensku tónlistarverðlaunanna er að vera uppskeruhátíð íslenska tónlistargeirans þar sem það sem vel er gert er hafið til vegs og virðingar. Á sama tima eru Íslensku tónlistarverðlaunin kjörið tækifæri til að kynna íslenska tónlist fyrir landi og þjóð með það að markmiði að auka umtal og í kjölfarið sölu. Verðlaunin verða afhent 14. mars nk.

Mynd: Stebba

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.