Á Lödu Sport á flótta undan eldgosi á Seyðisfirði - Myndband

waltermitty seydisfjordur eldgosSeyðisfjörður tortímist í eldgosi í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty ef marka má nýjasta kynningarmyndband myndarinnar sem sett var á netið í dag. Ben Stiller stekkur þar upp í græna Lödu Sport þar sem leikarinn Gunnar Helgason er undir stýri.

Stiklan hefst á skoti úr miðbænum þar sem Stiller er einn á gangi. Viðvörunarflautur fara þá í gang og sést öskuský úr Fjarðarheiðinni. Gunnar kemur Stiller til bjargar en á í nokkrum vandræðum með að koma honum í skilning um hvað sé að gerast.

Myndin var að hluta tekin upp á Seyðisfirði haustið 2012. Byrjað er að sýna hana á kvikmyndahátíðum og hefur hún fengið ágæta dóma. Myndin verður frumsýnd í nokkrum Evrópuríkjum skömmu fyrir jól en í Bandaríkjunum fer hún í almennar sýningar á jóladag og hérlendis á annan í jólum.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.